Áfengisgjöld á Íslandi eru há ef tekið er mið af hinum Norðurlöndunum. Af bjór eru greiddar 117,25 krónur fyrir hverja áfengisprósentu umfram 2,25%, sem varan inniheldur.
Euro Shopper 50 cl bjór í dós sem kostar 249 krónur út úr verslun Vínbúðanna er með 137,77 krónur í áfengisgjöld eða sem nemur 55,33% af útsöluverði.
Af léttvíni eru greiddar 106,80 krónur fyrir hverja áfengisprósentu umfram 2,25% sem 75 cl vara inniheldur.
Amore Assoluto 75 cl rauðvínið sem kostar 1.898 krónur út úr verslunum Vínbúðanna er með 901,13 krónur í áfengisgjöld eða sem nemur 47,5% af útsöluverði.
Kominn í Vínbúðir ÁTVR. Mest seldi Craft bjórinn í USA